Óvissa ríkir um Rúnar – tognaði á kálfa

Það væri mikið áfall fyrir ÍBV ef Rúnar Kárason getur ekki tekið þátt í leiknum við Val á sunnudaginn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, telur afar óljóst að Rúnar Kárason verði klár í slaginn með ÍBV gegn Val á sunnudaginn í annarri viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Rúnar varð að draga sig í hlé snemma í viðureigninni í kvöld í Origohöllinni vegna tognunar á kálfa.


„Tognun á kálfa er alltaf slæm. Þar af leiðandi er ekki gott að segja hver staðan er núna,“ sagði Erlingur í samtali við handbolta.is strax eftir leikinn í kvöld. Erlingur er eldri en tvæ vetur og talar af reynslu.


Ljóst að það mun ekki auðvelda leikmönnum ÍBV róðurinn ef Rúnar Kárason getur ekki tekið þátt í viðureigninni á sunnudaginn. Hann er einn sterkasti og reyndasti leikmaður ÍBV-liðsins. Til viðbótar er Sigtryggur Daði Rúnarsson er enn talsvert frá sínu besta vegna meiðsla.


Eftir stórt tap í kvöld, 35:25, þurfa Eyjamenn allar hendur dekk á sunndaginn ef ekki á illa að fara.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -