Svavar er hættur hjá nýliðunum

Svavar Vignisson t.v. ásamt Þóri Haraldssyni formanni handknattleiksdeildar Selfoss þegar Svavar var ráðinn þjálfari kvennaliðsins í fyrra. Mynd/UMFSelfoss

Nýliðar Olísdeildar kvenna, Selfoss, eru án þjálfara eftir að Svavar Vignisson hætti störfum á dögunum. „Það er rétt. Ég held ekki áfram að þjálfa Selfossliðið,“ sagði Svavar í samtali við handbolta.is fyrir stundu.


Svavar sagði að ástæður þess væri fyrst og fremst persónulegar. Hann væri t.d. í vaktavinnu sem væri erfitt að samræma við þjálfunina.


Undir stjórn Svavars vann Selfoss Grill66-deildina kvenna á sannfærandi hátt í vor og öðlaðist sæti í Olísdeild á næsta keppnistímabili eftir nokkurra ára fjarveru. Svavar tók við þjálfun Selfoss-liðsins fyrir ári en áður hafði hann komið nærri þjálfun hjá ÍBV.


Eftir því sem næst verður komist er unnið hörðum höndum við leit að eftirmanni Svavars við þjálfun Selfossliðsins. Sagðist hann aðstoða við það ef á þurfi að halda.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -